• Um Matargat
  • Selkot ljósmyndun
  • Myndasafn
    • Email
    • Facebook
    • Pinterest

Matargat

Ljúffeng lesning

Um Matargat

Í langan tíma hef ég haft mikinn áhuga á mat og matargerð. Ég get legið yfir matarbloggum, youtube vídeóum matreiðslumeistara og matreiðsluþáttum í sjónvarpi. Á tímabili var BBC Food svo til eina sjónvarpsstöðin sem ég horfði á og skipti þá nánast engu máli hvaða þáttur var í gangi hjá þeim, allt var þetta jafn spennandi (og er enn).

Það var svo einn góðan veðurdag að ég var að rölta heim eftir að hafa boðið systur minni og vinkonu okkar út að borða að ég fékk þessa hugmynd að prófa að skrifa aðeins um mat. Með þessu gæti ég bæði svalað þorsta mínum fyrir matarpælingum og hef um leið fengið afsökun fyrir því að liggja yfir hvers konar efni um mat. Einnig er þetta líka smá tilraun hjá mér til að ýta mér út í að elda oftar og betur en það er einn af göllunum við að búa einn að maður nennir sjaldnar að elda sér eitthvað almennilegt.

Með þessu er ég líka að ýta undir annað áhugamál sem ég hef ekki sinnt nógu vel undanfarið en það er ljósmyndun. Ég dunda mér við að mynda matargerðina og nota svo myndirnar í bloggið. Án mynda er matarblogg lítið annað en glósubók fyrir uppskriftir en góðar myndir geta gætt það lífi.  Um leið fæ ég líka smá æfingu í ljósmyndun sem ég hef ekki stundað mikið og gerir það mig bara að fjölhæfari ljósmyndara um leið og ég verð vonandi hæfari kokkur.

  • Heim
  • Uppskriftir
    • Fiskréttir
    • Kjötréttir
    • Pasta
    • Súpur
  • Bakstur
  • Veitingahús
  • Fróðleikur

Flokkar

  • Bakstur
  • Fiskréttir
  • Fróðleikur
  • Kjötréttir
  • Pasta
  • Súpur
  • Uppskriftir
  • Veitingahús

Fróðleikur

Eldunartími á kjöti

Vinsælustu uppskriftirnar

Kjúklingur í hvítvínssósu

posted in Kjötréttir, Uppskriftir

Eggjakaka

posted in Kjötréttir, Uppskriftir

Pizza

posted in Kjötréttir, Uppskriftir

Borgari

posted in Kjötréttir, Uppskriftir

Eldunartími á kjöti

posted in Fróðleikur

Áhugaverðar uppskriftir og fróðleikur

Lambahryggur

Thailenskt lambakarrý

Ofnbakaður fiskur með smurosti

Pizza

Spicy cajun BBQ kjúklingapizza

Copyright © 2023 · Divine theme by Restored 316

Copyright © 2023 · Divine Theme on Genesis Framework · WordPress · Innskráning