- 3 kjúklingabringur
- ½ dós texmex smurostur
- ¼ pakkning pepperoni
- 1 poki gratín ostur
- 1 krukka salsa sósa
- Salt og pipar
Það er orðið alltof langt síðan ég hef sett eitthvað hingað inn enda er búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarið og því hef ég ekki verið mjög duglegur við að elda eitthvað almennlegt. Það hefur líka verið stefnan hjá mér frá því að ég opnaði mitt fyrsta blogg að það er ég sem stjórna blogginu en bloggið ekki mér.
Ég fann mér loks tíma um daginn til að elda mér smá vegins og datt í hug að elda mér fylltar kjúklingabringur. Ég var með ákveðna nokkuð fastmótaða hugmynd í kollinum þannig að ég ákvað bara að prófa hana og sjá hvort þessi hugmynd mín myndi virka. Hugmyndin gekk út á það að setja ostafyllingu inn í bringurnar og setja svo salsa sósu og ost yfir og baka það svo í ofni.
Það sem ég gerði var s.s. þetta. Ég hrærði fyrst saman smurostinum, smátt skornu pepperóni og svo smávegins af gratín ostinum. Ég snyrti svo aðeins til kjúklingabringurnar og skar nánast í gegnum þær þannig að ég gat opnað bringuna og smurt ostablöndunni í sárið og lokað með góðu móti.
Kjúklinginn setti ég svo í eldfast mót og kryddaði með salt og pipar og helti salsa sósunni yfir. Afganginum af gratín ostinum stráði. Þetta fór svo í 200° heitann ofn í um hálftíma eða þar til bringurnar höfðu náð um 65° kjarnhita.
Með þessu er mjög gott að hafa hrísgrjón, hvítlauksbrauð og jafnvel gott salat.
Skildu eftir svar