Kjúklingabringur í chillitómatsósu
Undirbúningur
Eldurnartími
Samtals
Fyrir: 1
Hráefni
- kjúklingabringa
- chilli tómatsósa
- hvítlauksmauk
- engifermauk
- oregano
- salt og pipar
Reglulega þarf maður að taka aðeins til í ísskápnum og nýta upp hitt og þetta sem hefur safnast upp hjá manni. Þá fer maður út í hina ýmsu tilraunastarfsemi með æði misjöfnum árangri. Sem betur fer hefur þetta oftar gefist vel hjá mér og það var einmitt tilfellið þegar ég eldaði þessa kjúklingabringu í hvítlauks/engifer/chillitómatsósu.
Þetta var í raun mjög einfalt hjá mér. Ég hrærði saman chillitómatsósu, hvítlauksmauki, engifermauki og oregano og smurði því svo á kjúklinginn. Hlutföllinn þurfa bara að vera eftir því hvað hver og einn vill en ég setti full mikið af hvítlauksmaukinu þannig að hann var svolítið áberandi. Gott er svo að leyfa þessu að standa í svolítinn tíma svo marineringin nái að krydda kjúklinginn svolítið vel.
Þetta fór svo bara í ofn í um 30 mínútur eða þar til kjarnhitinn í bringunni var kominn í 82°. Með þessu hafði ég sæta kartöflu og rófu sem ég skar niður í litla bita, pipraði og saltaði og bakaði í ofni.
Skildu eftir svar