Ofnbakaður fiskur með smurosti
Undirbúningur
Eldurnartími
Samtals
Fyrir: 1
Hráefni
- 200 gr. fiskur (ýsa)
- Létt smurostur sveppa
- Sítrónupipar
- Rauðrófur
Fiskur þykir mér alveg afskaplega góður enda var ég alinn upp í sjávarþorpi þar sem ferskur fiskur, og þá meina ég ferskur, var reglulega á boðstólnum. Það hjálpaði til að þrír bræður mömmu voru á sjó, og reyndar bróðir minn líka um tíma, og því var aldrei skortur á fiski hjá okkur. Ég fékk að vísu ógeð á soðnum fisk öðrum en saltfisk og hef ekki jafnað mig á því enn þá en allur ofnbakaður og steiktur fiskur finnst mér hreinasta sælgæti. Samt sem áður hefur það einhvern vegin þróast þannig að ég elda mér afskaplega sjaldan fisk en nú skal verða breyting á enda fiskur með endemum hollur.
Í kvöld tók ég mig til og eldaði mér ýsu með smurosti. Þetta er mjög einföld uppskrift enda er einfalt oft á tíðum það sem virkar best. Í þetta fóru um 200 gr. af ýsu eða tveir bitar. Þá kryddaði ég svolítið hressilega með sítrónupipar og smurði svo létt smurosti með sveppum ofan á bitana. Hversu mikið af smurostinum fer bara eftir smekk hvers og eins en ég setti svolítið ríflega. þetta fór svo bara inn í 180° heitan ofn í u.þ.b. 10 mínútur.
Með þessu hafði ég svo smávegins af hrísgrjónum og salat.
Skildu eftir svar