- Silungur
- Núðlur
- Vorlaukur
- Paprika
- Baunastilkar
- Garlic & chilli sósa
- Marinering:
- Teryaki sósa
- Soya sósa
- Hvítlaukur
- Chilliduft
Eins og ég hef áður sagt þá eru einföldu réttirnir oft á tíðum bestu réttirnir. Ég hef í gegnum tíðina gert allskonar tilraunir með núðlur, allt frá því að henda þeim á pönnu með lauk, papriku, skinku og hverju því sem til er í ísskápnum og sulla svo tómatsósu og osti yfir það, yfir í núðlur með kjúkling, grænmeti og pad ped sósu. Í dag ákvað ég hins vegar að prófa eitthvað alveg nýtt, núðlur með teryaki marineruðum silungi. Útkoman úr því varð eiginlega betri heldur en ég nokkurn tíman þorði að vona.
Þó svo að ég segi að eldunartíminn sé um 20 mínútur þá hófst undirbúningurinn 10 tímum áður. Áður en ég fór í vinnuna bjó ég til marineringuna en hún var gerð úr teryaki sósu, soyja sósu, hvítlauk (ég notaði þurkaðan hvítlauk) og smá chilli dufti. Teryaki sósan er í meirihluta í marineringunni en að sjálfsögðu geta menn haft það eins og hverjum og einum hentar. Ég lagði svo silunginn í marineringuna og leyfði honum að liggja þar fram að kvöldmat.
Þegar kom svo að eldamennskunni sjálfri tók ég silunginn úr marineringunni og steikti hann á pönnu. Á meðan hann mallaði tók ég núðlurnar, þessar týpísku pakkanúðlur sem hægt er að fá í öllum verslunum, og sauð þær. Ég tók svo vorlaukinn og skar hann niður í mátulega stóra bita ásamt paprikunni og leyfði þessu að mýkjast aðeins á heitri pönnu. Ég setti síðan núðlurnar saman við og setti svolítið af garlic & chilli sósu út á það og blandaði þessu saman.
Þegar núðlurnar og grænmetið var tilbúið setti ég það á disk og brytjaði svo silunginn niður og setti yfir allt saman.
Skildu eftir svar