- 2 bitar lax
- Bengal Spice Mango Chutney (Sharwoods)
- Hvítlaukur (þurkaður)
- Vorlaukur
- Herbs de Provence
- Sósa:
- Sýrður rjómi (100 ml)
- Mango Chutney (1½ msk)
- Rajah chilli duft
Einn af þeim stöðum sem ég sæki oft innblástur í mína matargerð er bloggið hans Ragnars Freys Ingvarssonar, Læknisins í eldhúsinu, en þangað sæki ég einmitt hugmyndina að laxinum sem ég eldaði í kvöld. Eins og svo oft áður tók ég uppskriftina hans og lagfærði hana aðeins til miðað við minn smekk. Annar vinkill á þessum rétti í kvöld er að á morgun fer af stað heilsuátak í vinnunni. Ég hafði hugsað mér að nýta tækifærið og reyna að fara að elda aðeins oftar og þá um leið hollari mat og er meiningin hjá mér að reyna að skrifa eins og ég get um þessa tilraun mína.
En að eldamennskunni. Í þennan rétt notaði ég lax í bitum sem ég hafði keypt fyrr um daginn. Ég lagði laxinn á álpappír og smurði svo rúmlega teskeið af Bengal Spice Mango Chutney á hvorn bita. Yfir þetta muldi ég svo svolítið af þurkuðum hvítlauk og setti svo saxaðan vorlauk yfir sneiðarnar. Að lokum setti ég smávegins af Herb de Prevence kryddblöndunni yfir allt saman. Laxinn var svo bakaður í 180° heitum ofni í um 20 mínútur.
Á meðan laxinn var að bakast bjó ég til einfalda og þægilega sósu til að hafa með þessu. Í henni var bara sýrður rjómi, svolítið af Mango Chutney-inu og svo smávegins af Rajah Chilli duftinu (þessu sterka). Þessu var bara hrært saman og svo borið fram með laxinum.
Með þessu hafði ég svo hrísgrjón sem ég hafði bætt smá karrý saman við og svo salat.
Skildu eftir svar