Í gegnum tíðina hef ég oft velt því fyrir mér hvernig kokkar fara að því að vera svona fljótir að skera. Ég taldi alltaf að þetta væri bara spurning um að æfa sig nógu ands…. mikið og þá yrði maður fljótari. Ég komst svo að því fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þeir halda við það sem þeir eru að skera á sérstakan hátt svo þeir skeri sig síður.
En það var alveg sama hvað ég reyndi þetta vildi bara ekki koma hjá mér. Þannig að ég fór og spurði Google að því hvernig kokkar fara að þessu. Við það komst ég að því að það heilmikil tækni á bakvið þetta (sem ég vissi svo sem að væri en kunni hana bara ekki). Þeir halda á hnífunum á ákveðinn hátt, á grænmetinu á vissan hátt og svo beita þeir hnífnum á vissan hátt líka.
Þar sem ég er ekki nógu góður í að útskýra þetta ætla ég að láta Dani Spies hjá cleananddelicious.com sjá um þá hlið málsins.
Það er svo hægt að skoða þetta betur á vefsíðunni about.com
Skildu eftir svar