Pizza
Undirbúningur
Eldurnartími
Samtals
Fyrir: 2
Hráefni
- Pizzabotn
- Pizzasósa
- Pepperoni
- Skinka
- Paprika
- Sveppir
- Rauðlaukur
- Graslaukur
- Hvítlaukur
- Vorlaukur
- Blaðlaukur
- Pizzaostur
- Ferskur mozzarella
- Feta ostur
Pizzur er eitthvað sem ég get nánast endalaust borðað. Oftast nær rölti ég bara út á næsta pizzastað og kaupi mér einhverja góða pizzu en stundum er ég í stuði og bý þá til mína eigin. Ég fer oft á tíðum út í einhverja tilraunastarfsemi þegar ég bý til mínar eigin pizzur eins og að gera einhverjar tilraunir með botninn, mismunandi álegg og osta o.s.frv. Ég á að vísu eftir að prófa að búa til mína eigin pizzasósu. Kannski að ég geri það næst.
Í þetta skiptið ákvað ég að leggja svolitla áherslu á lauk á pizzuna. Ég náði mér í 5 tegundir af lauk, rauðlauk, graslauk, vorlauk og blaðlauk að ógleymdum hvítlauknum sem er nánast ómissandi á góðri pizzu. Hefðbundið álegg var líka haft með, pepperóni, paprika og sveppir. Svo til að fullkomna pizzuna hrúgaði ég osti á hana og dugði ekki minna en þrennskonar ostur, hefðbundinn pizzaostur (sem er blanda af gouda og mozzarella), ferskur mozzarellaostur og svo dreifði ég feta osti yfir allt saman. Punkurinn yfir i-ið var svo að strá smá salti á brúnina á botninum.
Skildu eftir svar