Leiðbeinandi ráð varðandi eldunar- og steikingartíma á kjöti:
Hann fer eftir ýmsu, t.d. tegund og aldri slátursdýrsins, laginu á steikinni og hve fituinnihald í vöðvanum er hátt.
Mikilvægt er að nota kjöthitamæli til að fá steikina eins og hún best getur orðið. Þá er kjarnhiti mældur eftir tegund kjötsins.
Mikilvægt er að yfirborð steikarinnar nái ætíð 75° hita til að drepa niður bakteríur ef þær eru til staðar.
Tímalengdin fer eftir tegundum kjöts, er hér miðað við að kjötið sé sett í kaldan ofn sem stilltur er á 200° Tíminn og hitastigið fer meira eftir þykkt steikurinnar en vigt.
Bæði hitastig og tímalengd getur því orðið breytileg.
Nautasteik roastbeef (innanlæri) 1 kg = 1 klst
Kálfabógur með beini 1 kg = 1 ½ – 2 klst
Lambalæri með beini 2,5 kg = 1 ½ – 2 klst
Lambahryggur í heilu 2- 2,5 kg = 1 ½ klst
Svínakambur, pörusteik 2 kg = 1 ½ – 2 klst
Hamborgarhryggur 40-45 mínútur pr kg
Kalkúnn í heilu 5-6 kg = 4 – 4 ½ klst
Kjúklingur, heill 1.4 kg = 1 ½ klst
Hangikjöt er sett í pott með köldu vatni suðan látin koma mjög hægt upp má vera allt að klukkutíma, þá látið sjóða í 20-30 mín. Potturinn tekin af hellinni og kjötið látið kólna í soðinu.
Hangikjötslæri í heilu með beini 2.5 kg = Lærinu pakkað vel inn í álpappír (matta hliðin látin snúa út). Sett í kaldan ofn stilltan á 200° og bakað þannig í 2 klst. Kjötið verður einstaklega mjúkt og safaríkt við þessa aðferð.
Ef um minni steikur er að ræða t.d lund er best að byrja á að „loka“ steikinni með því að brúna hana fyrst á pönnu og láta hana svo klárast í ofni.
Þá er kjöthitamælir alveg ómissandi.
Munið að láta steikina „jafna sig“ á fati í ca 10 mín. áður en hún er borin á borð og skorin.
Kjarnhiti í kjöti eftir tegundum, mældur þegar það er tekið úr ofninum:
Nautakjöt – rautt (rare) = 55-60°
Nautakjöt – meðal steikt (medium) = 60-65°
Nautakjöt – gegnsteikt (well done) = 65-68°
Hreindýrakjöt – rautt (rare) 55-60°
Hreindýrakjöt – meðal (medium) 60-65°
Hreindýrakjöt – gegnsteikt (Well done) = 65-68°
Kálfakjöt – rautt (rare) = 58-60°
Kálfakjöt – meðal (medium) = 60-65°
Kálfakjöt – gegnsteikt (well done) = 65-68°
Lambakjöt – meðal steikt (medium) = 70°
Lambakjöt – gegnsteikt (well done) = 75°
Hangikjöt – vel soðið = 68°-70°
Svínakjöt – meðal steikt (medium) = 65°
Svínakjöt – gegnsteikt (well done) = 75°
Kalkúnabrjóst – gegnsteikt = 70°
Kalkúnn heill – 68-70°
Heimild: Leiðbeiningastöð heimilanna
Skildu eftir svar