Eggjakaka
Undirbúningur
Eldurnartími
Samtals
Fyrir: 2
Hráefni
- 3-4 egg
- 2 pylsur
- paprika
- blaðlaukur
- Vorlaukur
- Ferskur mozarella ostur
- Kryddað eftir smekk
Annað slagið þarf maður að hreinsa einhverja smá afganga úr ísskápnum. Það er mjög missjafnt hvað ég geri úr svona afgöngum en stundum bý ég mér til eggjaköku og það gerði ég einmitt um daginn þegar ég átti eitt og annað sem ég þurfti að nota áður en það skemmdist.
Í þessa eggjaköku notaði ég 3 egg, smáræði af pylsum, papriku, blaðlauk, vorlauk og svo smá mozarella ost. Ég hrærði eggin saman og setti smá krydd saman við. Pylsurnar og grænmetið brytjaði ég svo niður og hrærði saman við eggin. Ég helti þessu svo á vel heita pönnu og setti svo smá ferskan mozarella ost hér og þar í eggin.
Þegar þetta var búið að fá að malla mátulega lengi á pönnunni var þessu fagmannlega hvolft yfir á hina hliðina og haft þar í smá stund og svo var bara byrjað að háma í sig.
Skildu eftir svar