Í gegnum tíðina hef ég oft velt því fyrir mér hvernig best sé að hita upp kalda pizzu. Ég er búinn að prófa að setja hana inn í ofn og í örbylgjuofninn og alltaf verður útkoman sú að þetta verður heit pizza en ekki endilega eins góð og hún gæti orðið. Ég lagðist því í smá google leit og eftir smá stund rakst ég á youtube vídeó með Chef John sem heldur úti blogginu foodwishes.com.
Hans aðferð er að hita pizzuna upp á meðalheitri pönnu. Með þessari aðferð verður botninn á pizzunni mátulega stökkur á meðan osturinn bráðnar mátulega mikið og annað álegg hitnar. Trixið er að setja álpappír yfir pizzuna á meðan hún er að hitna þannig að hitinn haldist á henni en mátulega mikið af rakanum sleppi í burt.
En gefum Chef John orðið:
Skildu eftir svar